16.09.2019
Miðvikudaginn 18.september 2019 kl.12:00-13:00 verður hádegisfræðsla í húsnæði Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.
Streymt verður frá fyrirlestri Ráðgjafaþjónstu Krabbameinsfélagsins: Að dreyma sig út úr erfiðleikum. Fræðslan er opin öllum - verið velkomin.
Lesa meira
13.09.2019
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis verður með námskeið í gerð á Mandölumyndum Þriðjudaginn 24. september og fimmtudaginn 26. september frá kl.13-16.
Lesa meira
11.09.2019
Hörður Óskarsson vélfræðingur og málmsmíðakennari hannar og býr til slaufur úr íslenskri gamalli mynt sem tekin hefur verið úr umferð, aðallega túköllum, krónum og fimmaurum. Myntin er í flestum tilfellum slegin í Englandi og er aðallega úr álbrons, nikkelmessing eða brons.
Lesa meira
10.09.2019
Hér má sjá hvað er í boði hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis haustið 2019.
Frekari upplýsingar með dagsetningum koma síðar inn, bæði hér á heimasíðu og facebook síðu félagsins.
Lesa meira
04.09.2019
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis ásamt Krabbameinsfélagi Íslands tekur þátt í LÝSU rokkhátíð samtalsins sem fer fram dagana 6. og 7. september 2019 í Hofi Akureyri.
Lesa meira
02.09.2019
Við hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis tilkynnum að frá og með 1. september mun opnunartíminn á skrifstofunni verða lengdur frá því að vera frá kl.13:00-16:00 í 10:00-16:00, mánudaga til fimmtudaga.
Lesa meira
30.08.2019
Námskeið fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein. Markmið námskeiðsins er að bæta lífsgæði í kjölfar krabbameinsgreiningar. Meðal efnis á námskeiðinu eru aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar, kvíði, depurð, þreyta, svefn, kynheilbrigði og aukaverkanir. Núvitund og slökun í byrjun og lok hvers tíma.
Lesa meira
28.08.2019
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður upp á fjölbreytta heilsueflingu haustið 2019.
Lesa meira
27.08.2019
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram laugardaginn 24.ágúst í 36. sinn. Til þátttöku voru skráðir 14.667 hlauparar á öllum aldri. Þátttökumet var sett í 10 km hlaupinu þar sem 7203 tóku þátt og 3 km skemmtiskokki þar sem 2436 voru skráðir til þátttöku. Áheita met var slegið sem sett var í fyrra en áheitin eru komin yfir 160 milljónir.
Lesa meira
19.08.2019
Kraftur leitar að starfsmanni, í 30% starf til að hafa umsjón með NorðanKrafti sem er stuðningshópur fyrir unga krabbameinsgreinda (45 ára og yngri). NorðanKraftur er staðsettur á Akureyri á að þjónusta félagsmenn Krafts á því svæði og nágrenni. Hópurinn er samstarfsverkefni Krafts og KAON (Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis).
Lesa meira