Námskeið og hópastarf

Hópastarf 

 

Skapandi handverk og spjall - konur

Á fimmtudögum kl. 13:30 hittast konur sem greinst hafa með krabbamein. Konurnar koma gjarnan með handverk en margar mæta einfaldlega til þess að njóta félagsskaparins og kaffisopans. Hist er á Kaffihúsinu 2. hæð í menningarhúsinu Hofi annahvorn fimmtudag. Hittingar hefjast aftur 12. september. 

 

Kátir Karlar

Stuðningshópur fyrir karla sem greinst hafa með krabbamein

Hópurinn hittist á laugardögum frá kl.13:00-15:00 í húsnæði Ferðafélags Akureyrar að Strandgötu 23.

Það þarf ekki að skrá sig heldur er nóg að mæta. 

Sjálfboðaliði leiðir hópinn, nýjir félagar velkomnir!

Kaffi og spjall í góðum félagsskap.

 

 

Leshópur

Leshópur Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis hefst miðvikudaginn 2. október, kl.10:30 á skrifstofu félagsins.

Margrét Baldursdóttir sjálfboðaliði stýrir hópnum.

Facebook síða hópsins: https://www.facebook.com/groups/772243669878124

Það þarf ekki að skrá sig í hópinn og nóg er bara að mæta og taka þátt. Tekið er vel á móti nýjum meðlimum. Bækur, spjall & kaffi.

 

Næstu hittingar eru: 

Miðvikudaginn 6.nóvember kl.10:30 

Miðvikudaginn 4.desember kl.10:30 

 

 

Námskeið 

Félagið heldur námskeið á vor- og haustönn fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Framboð miðar af eftirspurn og þörf þeirra sem sækja þjónustu hjá félaginu. Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðin, en þau eru auglýst á vef félagsins, í viðburðadagatali og á facebook síðu félagsins.