Heilsuefling
Hreyfing skiptir máli fyrir krabbameinsgreinda, bæði á meðan meðferð stendur og þegar einstaklingur er að byggja sig upp að meðferð lokinni. Regluleg hreyfing eykur þol, vinnur gegn depurð og bætir andlega líðan. Félagið er í samstarfi við ýmsa aðila um heilsueflingu sem hentar krabbameinsgreindum. Tímar hefjast alla jafna í janúar á vorönn og september á haustönn, sjá nánari dagsetningar á facebooksíðu félagsins og í viðburðadagatali.
Heilsueflingarsjóður
Heilsueflingarsjóður er samstarfsverkefni Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og minningarsjóðs Baldvins Rúnarssonar, sem fjármagnar sjóðinn. Heilsueflingarsjóð er ætlað að hvetja krabbameinsgreinda til líkamsræktar og auka fræðslustarf um heilsurækt á vegum félagsins. Skjólstæðingar geta sótt um eftirfarandi heilsueflingu í gegnum sjóðinn:
- Líkamsræktarkort hjá Bjargi eða World Class.
Miðast er við að þeir sem nýta sér heilsueflingarsjóð hafi greinst nýlega eða hafi nýlokið krabbameinsmeðferð. Til að sækja um líkamsræktarkort skal hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 461-1470 eða koma að Glerárgötu 34, annari hæð, og skrá sig.
Jóga Nidra - Sjálfsrækt
Yoga nidra er djúpslökun þar sem kennari leiðir iðkendur í hugleiðsluferðalag. Legið er á dýnum á gólfi, notast er við púða til stuðnings við líkamann og í boði er að nota teppi og augnhvílur. Hver tími er 60 mínútur.
Tímarnir eru á miðvikudögum kl.16:20. Hefst 28. ágúst í 6 skipti.
Tímarnir eru í húsnæði Sjálfsrækt, Brekkugötu 3.
Skráning á kaon@krabb.is eða í síma 461-1470. Gefa þar upp nafn, kennitölu, símanúmer og tölvupóst.
Takmörkuð pláss í boði. Þátttaka er ókeypis fyrir skráða félagsmenn.
Námskeiðin eru kostuð af Heilsueflingarsjóð sem er samstarfsverkefni Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og minningarsjóðs Baldvins Rúnarssonar, sem fjármagnar sjóðinn.
Hreyfing, heilsa og vellíðan á Bjargi
Endurhæfingarstöðin á Bjargi bíður upp á hópþjálfun fyrir einstaklinga sem eru í eða hafa lokið meðferð við krabbameini.
,,Áhersla er á að byggja upp líkamlega heilsu, unnið með styrk, þol og jafnvægi. Skemmtilegir og fjölbreyttir tímar."
Hvar: Bjarg - Bugðusíðu 1.
Hvenær: Byrjar 17. september 2024, er kennt á þriðjudögum og föstudögum, kl.09:00 - 09:50
Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Endurhæfingarstöðinni á Bjargi í síma 462-6888 (milli klukkan 8:00-15:30).
Sjúkraþjálfarar á Bjargi sjá um alla tímana.
Einstaklingar í hópum þurfa að vera með beiðni um sjúkraþjálfun.
Sundleikfimi
Sigrún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari, stýrir vatnsleikfimi fyrir krabbameinsgreinda.
Hvar: Sundlaug Akureyrar - innilaug
Hvenær: Hefst mánudaginn 9. september, kennt á mánudögum og miðvikudögum kl:15:00-16:00.
Skráning: Nánari upplýsingar og skráning er hjá Sigrúnu Jónsdóttur sjúkraþjálfara í síma: 862-2434 eða á netfangið: bjorkinheilsa@gmail.com
Göngum saman
Gönguhópurinn Göngum saman fer vikulega í léttar göngur með það að markmiði að efla félagsskap og hreyfingu.
Hvar: Staðsetning er breytileg - nánar auglýst á facebooksíðu hópsins Þriðjudagshópur GS á Akureyri.
Hvenær: Þriðjudaga kl.17:00.
Skráning: Engin skráning, bara mæta.