2017
Skýrsla stjórnar Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis fyrir árið 2017
Félagið er stofnað 21. nóvember 1952.
Skrifstofa: Glerárgötu 24, 600, Akureyri. s. 461 1470,
Netfang: kaon@krabb.is Skráðir félagsmenn árið 2017 eru 1480.
1.0 Stjórn og starfsmenn.
1.1 Stjórn
Eftirtaldir aðilar skipa stjórn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis
Hlíf Guðmundsdóttir, formaður
Dóróthea Jónsdóttir, varaformaður
Jón Þ. Óskarsson, gjaldkeri
Friðrik Vagn Guðjónsson, meðstjórnandi
Lilja Sverrisdóttir, meðstjórnandi
Guðbjörg Antonsdóttir, ritari
Anna Ólafsdóttir, meðstjórnandi
Hólmfríður Kristjánsdóttir, meðstjórnandi
Ólöf Elfa Leifsdóttir, meðstjórnandi
1.2 Skrifstofa KAON
Skrifstofan er staðsett í leiguhúsnæði að Glerárgötu 24 á Akureyri og er opin mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 16:00 auk þess sem boðið er upp á viðtalstíma utan opnunartíma á skrifstofunni. Símatími er þessa sömu daga frá kl. 13:00-16:00. Starfsmenneru tveir og skipta á milli sín 100% stöðu. Framkvæmdastjóri, Halldóra Björg Sævarsdóttir textílkennari og Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur auk þess sem Sigrún Jónsdóttir sjúkraþjálfari, Magnfríður Sigurðardóttir iðjuþjálfi og Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir sem eru sjálboðaliðar starfa í nánum tengslum við félagið.
Frá og með 15.ágúst bættist við ný staða þegar Regína Ólafsdóttir sálfræðingur var ráðin í 40% starf. Vegna mikilla vaxta hjá félaginu hækkaði starfsprósentan hjá Halldóru og Katrínu í 70% frá 1.desember.
2.0 Fundir
2.1 Stjórnarfundir
Stjórnin hélt 9 bókaða stjórnarfundi á árinu 2017.
2.2 Aðalfundur KAON
Aðalfundur félagsins var haldinn á Akureyri 25.apríl 2017. Stjórn lagði fram tillögu um að árgjald til félagsins yrði 3.300 kr. og var sú tillaga samþykkt. Engar breytingar urðu á stjórn félagsins að þessu sinni
2.3 Aðalfundur Krabbameinsfélags Íslands
KAON átti tvo fulltrúa á aðalfundi KÍ að þessu sinni.
2.3 Samráðsfundir
Starfsmenn sóttu tvo samráðsfundi starfsmanna svæðaskrifstofa KÍ.
2.5 Formannafundur
KAON átti þrjá fulltrúa á formannafundi KÍ árið 2017.
3.0 Starfsemin
Mjög öflug starfsemi er rekin á vegum og í tengslum við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.Skráðar heimsóknir á skrifstofu KAON á árinu 2017 hafa aukist til muna og eru um 1240. Þetta eru einstaklingar sem sækja Opið handavinnuhús, slökun, jóga og liðkandi æfingar, karlahittingurinn auk fræðslufunda og námskeiða sem haldin eru á vegum KAON. Einnig er hópastarf fyrir ekkjur og ekkla, aðstandendur, leshópur og út í lífið, hópur fyrir konur
Í hverri viku sækja u.þ.b. 15 einstaklingar samveru á Keramikloftinu,
Þannig að þeir sem sóttu fjölbreytta þjónustu á vegum félagsins árið 2017 eru u.þ.b. 1500 einstaklingar.
3.1 Fræðsla/fundir o.fl.
Starfsmenn sinna ýmiskonar fræðslu sem tengist forvörnum, stuðningi og kynningu á starfsemi félagsins, fyrir hópa, einstaklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Opin dagur var haldin í tilefni af Bleika deginum og Mottumarsdeginum. Jólakransagerð var fyrir handavinnuhópinn og ungmenni og aðstandendur.
3.2 Endurhæfing
KAON bauð krabbameinssjúkum upp á jóga og slökun alla fimmtudaga í húsnæði félagsins sem Katrín og Regína skiptust á að vera með.
- Vatnsleikfimi í innilaug Sundlaugar Akureyrar tvisvar í viku sem Sigrún Jónsdóttir sjúkraþjálfari sér um.
- Einstaklingsþjálfun í samstarfi við sjúkraþjálfara á Bjargi tvisvar í viku
3.3 Opið handavinnuhús
Opið handavinnuhús er í boði alla fimmtudaga frá kl. 13-16 og hefur verið mjög vel sótt. Umsjón hefur Halldóra Björg Sævarsdóttur textílkennari og er boðið upp á samveru þar sem fólk getur komið með handavinnu og spjallað saman yfir kaffibolla. Auk þess sem sérstök fræðsla um valin verkefni hefur verið nokkrum sinnum í vetur í tengslum við Opna húsið.
3.4 Keramikloftið
Á hverjum miðvikudegi frá kl. 13-18 hittist fólk á Keramikloftinu. Þar er hægt að vinna með gler, mosaik, keramik o.fl. Þessi samvera hefur gefist vel og hefur verið mjög vel sótt. KAON hefur stutt við þessa starfsemi með ýmsu móti frá byrjun.
3.5 Karlahópur
Þeir hittast alla laugardaga og spjalla og eru með fræðslufundi.
3.6 Viðtöl og stuðningur við skjólstæðinga
Skráð viðtöl, tölvupóstur og símtöl eru um 650. Starfsmenn hafa frá árinu 1998 haldið utan um fjölda viðtala á skrifstofunni.
3.7 Stoma
Stomasamtökin hafa haldið fundi sína í húsnæði félagsins eins og undanfarin ár.
3.8 Íbúðir Krabbameinsfélagsins í Reykjavík.
KAON greiðir nú reikninga fyrir afnot af íbúðum og dvöl á sjúkrahóteli að fullu og er þetta alltaf verulega stór útgjaldaliður hjá félaginu.
4.0 Tekjur/ Fjáraflanir
Helstu tekjur félagsins fyrir utan rekstarstyrk frá KÍ sem greiðir helming af launum tveggja starfsmanna og verkefnisstyrk sem gerir okkur kleift m.a. að halda námskeið fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur, eru félagsgjöldin og styrkir sem félaginu bárust frá félagasamtökum og einstaklingum á árinu. Sú velvild og stuðningur sem allir þessir fjölmörgu aðilar sýna okkur er ómetanlegur og gerir okkur kleift að styðja á margvíslegan hátt við bakið á þeim íbúum á okkar félagssvæði sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra.
Öllum þessum aðilum færum við innilega þakkir. Án þessa stuðnings væri þetta ekki mögulegt.
5.0 Húsnæði
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hefur í mörg ár leigt 110 fermetra húsnæði að Glerárgötu 24. Salurinn rúmar um 25-30 manns í sæti, auk þess sem það er skrifstofurými þar sem einnig er hægt að taka viðtöl .
6.0 Samskipti við fjölmiðla
Starfsmenn hafa átt mjög góð samskipti við fjölmiðla á félagssvæðinu og hafa bæði birst viðtöl í Dagblöðum og tímaritum, auk þess sem allir starfsmenn hafa komið oftar en einu sinni í sjónvarpsviðtöl vegna ýmissa viðburða sem tengjast t.d. starfsemi félagins auk þess að vekja athygli á ýmsu sem hefur verið ofarlega á baugi í almennri umræðu í þjóðfélaginu. N4 sjónvarp hefur verið okkur sérlega vinsamlegt með að kynna starfsemi okkar og koma til móts við kostnað vegna auglýsinga t.d. í Sjónvarpsdagskránni. Færum við þeim bestu þakkir fyrir.