Þjónusta
Þjónusta
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis veitir fólki sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra fjölbreytta þjónustu. Hjá félaginu starfa þrír starfsmenn, verkefnastjóri, markaðs og móttökustjóri og ráðgjafi á vegum Ráðgjafarþjónustunnar.
Félagið býður upp á stuðning og ráðgjöf í formi viðtala, skjólstæðingum að kostnaðarlausu. Boðið er upp á fræðslu, fjölbreytt námskeið, málþing, heilsuefling, jafningjastuðningur í karla- og kvennahópum og ýmsir aðrir viðburðir.
Eirberg er með aðstöðu í þjónustumiðstöðinni og sér hjúkrunarfræðingur um að aðstoða konur sem hafa farið í fleygskurð eða brjóstnám með ráðleggingar um gervibrjóst, brjóstahaldara og ermar til þess að meðhöndla sogæðabjúg.
Í fellilistanum hér til hægri er hægt að lesa nánar um þjónustu á vegum félagsins.
Opnunartími
Þjónustumiðstöðin er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00 - 14:00.
Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélags Íslands er með símann 800- 4040 og er þjónustan öllum opin. Það er hægt að hringja alla virka daga milli kl. 9:00-16:00.
Panta tíma
Til að panta tíma hringið í síma 461-1470 eða sendið okkur línu á kaon@krabb.is. Við leggjum áherslu á stuttan biðtíma og gerum okkar besta til þess að svara erindum fljótt og örugglega.
Staðsetning
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis
Sími: 461-1470
Netfang: kaon@krabb.is