Takk hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2019
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram laugardaginn 24.ágúst í 36. sinn. Til þátttöku voru skráðir 14.667 hlauparar á öllum aldri. Þátttökumet var sett í 10 km hlaupinu þar sem 7203 tóku þátt og 3 km skemmtiskokki þar sem 2436 voru skráðir til þátttöku. Áheita met var slegið sem sett var í fyrra en áheitin eru komin yfir 160 milljónir.
Fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hlupu samtals 27 einstaklingar sem stóðu sig ótrúlega vel og söfnuðu rúmum 800.000 þúsundum fyrir félagið.
Okkur hjá KAON langar að þakka þeim öllum, ásamt stuðnings mönnum kærlega fyrir að velja okkur til að hlaupa fyrir, þetta er ómetanlegur stuðningur við starf félagssins.
Eins og flestir vita er hreyfing af öllu tagi góð fyrir heilsuna og vert að segja frá því að regluleg hreyfing í 30 mínútur á dag getur minnkað líkur á ýmsum tegundum krabbameina svo sem í ristli og endaþarmi, brjóstum og legbol.
Rannsóknir sýna að einstaklingar sem hreyfa sig reglulega greinast sjaldnar meðkrabbamein en þeir sem hreyfa sig lítið sem ekkert.
#hlaupastyrkur