Slaufur úr mynt til sölu til styrktar KAON

Slaufur úr mynt til sölu til styrktar KAON

Hörður Óskarsson vélfræðingur og málmsmíðakennari hannar og býr til slaufur úr íslenskri gamalli mynt sem tekin hefur verið úr umferð, aðallega túköllum, krónum og fimmaurum. Myntin er í flestum tilfellum slegin í Englandi og er aðallega úr álbrons, nikkelmessing eða brons.

Slaufurnar eru 100% handunnar og engar tvær eins.

Núna í september, október og nóvember fær Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis 2.000 krónur af hverri seldri slaufu.

Slaufan kostar 4.000 kónur án keðju en 5.000 krónur með keðju.

Hörður gerir þetta í nafni Sigga bróður síns sem lést úr krabbameini fyrir níu árum síðan en hann var borinn til grafar á fimmtugsafmæli sínu fyrir níu árum.

Slaufurnar má nálgast hjá okkur í KAON, Glerárgötu 34, 2.hæð og einnig er hægt að panta á facebook síðunni Mynthringar og allskonar og fá sent heim.

https://www.facebook.com/Mynthringar-og-allskonar-530055900677826/?epa=SEARCH_BOX

Okkur hjá KAON langar að þakka Herði kærlega fyrir, þetta er ómetanlegur stuðningur við starf félagssins.