Út í lífið
Námskeið fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein. Markmið námskeiðsins er að bæta lífsgæði í kjölfar krabbameinsgreiningar. Meðal efnis á námskeiðinu eru aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar, kvíði, depurð, þreyta, svefn, kynheilbrigði og aukaverkanir. Núvitund og slökun í byrjun og lok hvers tíma.
Hópurinn hittist á miðvikudögum frá kl. 09:30 -11:00. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 11.september og er vikulega til 30. október. Námskeiðið fer fram í húsnæði KAON Glerárgötu 34.
Leiðbeinendur eru Regína Ólafsdóttir sálfræðingur og Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Meðal þess sem þátttakendur á fyrri námskeiðum hafa sagt er:
„Mjög gagnlegt og gott mæli með þessu fyrir alla í þessari stöðu“
„Ég vil koma á framfæri þakklæti til þessa góða fólks sem ég hef kynnst á námskeiðinu“
„Námskeiðið opnaði nýja hugsun“
Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og skráningu á netfangið reginaola@krabb.is eða í síma 461-1470 á milli kl.10 -16.