29.06.2022
Nú geta þeir sem styrkja Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fengið skattafrádrátt þar sem félagið er á almannaheillaskrá Skattsins. Þetta á við þá sem hafa styrkt félagið frá og með 25. apríl 2022. Þetta eru stór tímamót sem staðfesta mikilvægi félaga sem starfa að samfélagslegum framförum og treysta á stuðning almennings. Til þess að fá skattafrádrátt þarf einstaklingur að gefa a.m.k.10.000 krónur á ári til félaga sem eru á almannaheillaskrá.
Lesa meira
20.06.2022
Skrifstofa Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis verður lokað dagana 6. júlí - 7. ágúst vegna sumarleyfa. Við munum opna aftur 8. ágúst klukkan 10. Hægt verður að hafa samband við okkur á meðan sumarlokun er með því að lesa inn á símsvara 461-1470 eða í gegnum tölvupóst, kaon@krabb.is.
Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélags Íslands er með símann 800 4040 og er þjónustan öllum opin. Það er hægt að hringja alla virka daga milli 9-16.
Sumarkveðja
Starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis
Lesa meira
14.06.2022
Hópurinn Skapandi handverk og spjall er búinn að vera mjög duglegur að hittast hjá okkur en hópurinn er fyrir konur sem greinst hafa með krabbamein. Hópurinn hefur verið að hittast einu sinni í viku á fimmtudögum en er nú kominn í sumarfrí til 1. september. Í seinustu viku fór hluti af hópnum ásamt starfsfólki í vorferð til þess að gleðjast saman fyrir sumarfrí. Ákveðið var að taka dagsferð um Mývatnssveit og stoppað var sem dæmi við Goðafoss, farið á Fuglasafn Sigurgeirs og fengið sér hressingu á kaffiteríunni hjá Jarðböðunum. Hópurinn fékk frábært veður svo hægt var að njóta þess að vera úti.
Lesa meira
02.06.2022
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka mun fara fram laugardaginn 20. ágúst og hægt er að hlaupa til styrktar Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Hvaða snillingar eru tilbúnir að hlaupa fyrir hönd félagsins?
Lesa meira
24.05.2022
Nýr opnunartími skrifstofu okkar.
Mánudagar - fimmtudagar frá kl 10-14.
Ennþá er hægt að fá tíma hjá ráðgjafa frá kl 9-16.
Lesa meira
16.05.2022
Fimmtudaginn, 19. maí, verður Gígja frá Eirberg hjá okkur með kynningu á nærfötum og sundfötum
Hægt verður að skoða vörurnar frá Eirberg, fá ráðgjöf og máta.
Það verður opið hús milli 13 og 15:30.
Lesa meira