Nú geta þeir sem styrkja Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fengið skattafrádrátt þar sem félagið er á almannaheillaskrá Skattsins. Þetta á við þá sem hafa styrkt félagið frá og með 25. apríl 2022. Þetta eru stór tímamót sem staðfesta mikilvægi félaga sem starfa að samfélagslegum framförum og treysta á stuðning almennings. Til þess að fá skattafrádrátt þarf einstaklingur að gefa a.m.k.10.000 krónur á ári til félaga sem eru á almannaheillaskrá.