FRESTAÐ - Sjálfsmildi & slökun

Því miður þarf að fresta þessum viðburði. Ný dagsetning verður auglýst síðar.

 

Hvernig hljómar að sýna sjálfum sér sjálfsmildi og fara rólega inn í desember mánuð?

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis bíður einstaklingum sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra að eiga saman notarlega kvöldstund hjá Sjálfsrækt. Farið verður yfir að sýna sér sjálfsmildi, mikilvægi þess að slaka á og endað á góðri slökun. Sjálfsrækt er í eigu Guðrúnar Arngrímsdóttur og Hrafnhildar Reykjalín. 

 

Hvenær: 6. Desember, kl: 19:30-21

Hvar: Sjálfsrækt, Brekkugötu 3b

Aðstaða: Sjálfsrækt er með fallegan sal með góðum dýnum og púðum svo það ætti að fara vel um alla

Skráning: Tölvupóstur á kaon@krabb.is eða með því að hringja í síma 461-1470.

Viðburðinn er kostaður af Heilsueflingarsjóð sem er samstarfsverkefni Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og minningarsjóðs Baldvins Rúnarssonar, sem fjármagnar sjóðinn.