Námskeið fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein

Það er ennþá laust á kvenna námskeiðið sem hefst 10. nóvember. Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga. 

Námskeið fyrir konur með krabbamein

  • Námskeið fyrir konur sem eru með krabbamein eða hafa nýlokið krabbameinsmeðferð.
  • Námskeiðið hefst 10. nóvember og er vikulega í þrjú skipti á fimmtudögum kl.13:00 – 15:15.
  • Námskeiðið er vettvangur til að hitta jafninga og fá fræðslu. Málefni sem verður farið yfir er t.d. líf í kjölfar krabbameins, mikilvægi hreyfingar, næringar og andlegrar vellíðunnar.
  • Umsjón með námskeiðunum hefur Jenný Valdimarsdóttir hjúkrunarfræðingur ásamt fleiri leiðbeinendum.
  • Hægt er að skrá sig með því að hringja í síma 461-1470 eða senda tölvupóst á kaon@krabb.is.
  • Það er ekkert þátttökugjald og eru námskeiðin styrkt af Velunnarasjóð Krabbameinsfélagsins. 

 

Mannamál - Karlar og krabbamein

  • Námskeið fyrir karla sem eru með krabbamein eða hafa nýlokið krabbameinsmeðferð.
  • Námskeiðið hófst 2. nóvember og er vikulega í þrjú skipti á miðvikudögum kl.13:00 – 15:15. Næsti tími er 9. nóvember kl. 13:00.
  • Ef einhverjir hafa áhuga að koma inn í þetta námskeið þá má hafa samband við okkur.