Skapandi handverk og spjall stuðningshópurinn hittist á Greifanum í dag

Stuðningshópurinn Skapandi handverk og spjall

Hópurinn er fyrir konur sem hafa greinst með krabbamein. Það þarf ekki að skrá sig í hópinn og við hvetjum nýjar konur sérstaklega til að prufa að mæta. Það eru frábærir sjálfboðaliðar sem leiða hópinn áfram. Í dag fimmtudaginn 29. september mun hópurinn hittast kl: 13 á Greifanum í súpu og salatbar. 

 

Námskeið: Gott útlit - betri líðan/ Seinasti dagur fyrir skráningu er 29. september

Snyrtinámskeið ætlað konum sem eru í krabbameinsmeðferð eða hafa nýlega lokið henni.

Kristjana Rúnarsdóttir sérfræðingur frá Lancome leiðbeinir um förðun, umhirðu húðar og fleira. 

Námskeiðið er eitt skipti og verður 5. október frá kl: 13-15. Einnig verður námskeið frá 10-12 sama dag ef næg þátttaka næst. 

Námskeiðið verður haldið í húsnæði Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, Glerárgötu 34, 2. hæð.

Takmarkaður fjöldi. Skráning er með því að senda okkur póst á kaon@krabb.is. Gefa þarf upp fullt nafn, kennitölu og símanúmer.

Ekkert þátttökugjald.

Terma bíður upp á námskeiðið Gott útlit - betri líðan.