Fræðsla og námskeið á næstunni
10.10.2022
Súpukvöld fyrir heilbrigðisstarfsfólk
- Fimmtudaginn 13. október ætlar Krabbameinsfélag Akureyrar og NorðanKraftur að bjóða heilbrigðisstarfsfólki á kynningarkvöld. Starfsemi félaganna verður kynnt og boðið verður upp á súpu og brauð.
- Hvenær: 13. október kl: 18-20
- Hvar: Garún í Menningarhúsinu Hof
- Veitingar: Grænmetissúpa/Gúllassúpa og brauð
- Skráning: Til þess að áætla fjölda þarf að skrá sig á viðburðinn sem er gert hér. Hægt er að skrá sig til hádegis á miðvikudag.
Heimsókn frá Eirberg
- Miðvikudaginn 19. október frá klukkan 13:00-16:00 verður Eirberg hjá okkur með fræðslu og vörukynningu.
- Hentar þeim konum sem hafa farið í fleygskurð eða brjóstnám og vantar ráðleggingar um gervibrjóst, brjóstahaldara og ermar til að meðhöndla sogæðabjúg.
Fyrirlestur um síðbúnar afleiðingar krabbameinslyfjameðferðar
- Miðvikudaginn 19. október kl. 20:00 verður fyrirlestur frá Dórótheu Jónsdóttir um síðbúnar afleiðingar krabbameinslyfjameðferðar.
- Við biðjum fólk um að skrá sig á fyrirlesturinn með því að hringja í síma 461-1470 eða með því að senda póst á kaon@krabb.is.
Para- og kynlífsráðgjöf
- Fimmtudaginn 3. nóvember er opið fyrir tímabókanir hjá Áslaugu Kristjánsdóttur, hjúkrunar- og kynfræðing. Ráðgjöfin er ætluð þeim sem greinst hafa með krabbamein og/eða aðstandendum þeirra. Jafnt pör sem einstaklingar geta nýtt sér ráðgjöfina. Tilgangurinn er að vinna að bættu kynheilbrigði og að takast á við breytingar í kjölfar veikinda.
Mannamál - Karlar og krabbamein
- Námskeið fyrir karla sem eru með krabbamein eða hafa nýlokið krabbameinsmeðferð.
- Námskeiðið hefst 2. nóvember og er vikulega í þrjú skipti á miðvikudögum kl.13:00 – 15:15.
- Námskeiðin eru vettvangur til að hitta jafningja og fá fræðslu. Málefni sem verður farið yfir er t.d. líf í kjölfar krabbameins, mikilvægi hreyfingar, næringar og andlegrar vellíðunar.
- Umsjón: Jenný Valdimarsdóttir hjúkrunarfræðingur ásamt fleiri leiðbeinendum.
- Þátttaka: Það er ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg.
- Skráning: Hringja í síma 461-1470 eða senda tölvupóst á kaon@krabb.is.
Námskeið fyrir konur með krabbamein
- Námskeið fyrir konur sem eru með krabbamein eða hafa nýlokið krabbameinsmeðferð.
- Námskeiðið hefst 10. nóvember og er vikulega í þrjú skipti á fimmtudögum kl.13:00 – 15:15.
- Námskeiðin eru vettvangur til að hitta jafningja og fá fræðslu. Málefni sem verður farið yfir er t.d. líf í kjölfar krabbameins, mikilvægi hreyfingar, næringar og andlegrar vellíðunar.
- Umsjón: Jenný Valdimarsdóttir hjúkrunarfræðingur ásamt fleiri leiðbeinendum.
- Þátttaka: Það er ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg.
- Skráning: Hringja í síma 461-1470 eða senda tölvupóst á kaon@krabb.is.
Námskeið: Bjargráð við kvíða
- Námskeið fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.
- Námskeiðið er 16. nóvember klukkan 16-19.
- Á námskeiðinu er lögð áhersla á hvernig koma megi auga á streituviðbrögð og langvarandi kvíða. Auk þess verður farið yfir nokkur hagnýt bjargráð til að takast á við kvíða og streitu í daglegu lífi.
- Umsjón: Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur.
- Þátttaka: Það er ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg.
- Skráning: Hringja í síma 461-1470 eða senda tölvupóst á kaon@krabb.is.
Aðstandendafræðsla
- Fyrirlestur fyrir aðstandendur einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein
- Fyrirlesturinn er 16. nóvember klukkan 20-22.
- Umsjón: Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur.
- Þátttaka: Það er ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg.
- Skráning: Hringja í síma 461-1470 eða senda tölvupóst á kaon@krabb.is.
Námskeið: Gott útlit - betri líðan
- Snyrtinámskeið ætlað konum sem eru í krabbameinsmeðferð eða hafa nýlega lokið henni.
Námskeiðið er eitt skipti og haldin verða tvö námskeið þann 30 nóvember. Fyrri hópur 10-12 og seinni hópur 13-15. - Kristjana Rúnarsdóttir sérfræðingur frá Lancome leiðbeinir um förðun, umhirðu húðar og fleira.
- Skráning í síma 461-1470 eða með því að senda á netfangið kaon@krabb.is. Gefa þarf upp fullt nafn, kennitölu og símanúmer.
- Ekkert þátttökugjald.