„Þegar foreldri fær krabbamein - hvaða áhrif hefur það á börnin?"
Þriðjudaginn 11. október mun vera hádegiserindi í húsnæði Krabbameinsfélagsins fyrir sunnan kl. 11.30-13.00 og fyrir landsbyggðina verður viðburðinum streymt í streymisveitu Krabbameinsfélagsins. Viðburðinn er í tilefni Bleiku slaufunnar. Það getur tekið á að þurfa að segja barninu sínu frá því að foreldri hafi greinst með krabbamein. Það skiptir hins vegar máli fyrir barnið að veikindum sé ekki haldið leyndum fyrir því og að það fái upplýsingar sem hæfa aldri og þroska. Í Bleiku slaufunni í ár segir Ásdís Ingólfsdóttir sína sögu og kemur m.a. inn á hvaða áhrif veikindi hennar höfðu á börnin.
Dagskrá
- Frásagnir þeirra sem reynt hafa:
Ásdís Ingólfsdóttir, kennari og rithöfundur og börn hennar þau Laufey Haraldsdóttir og Steindór Haraldsson. - Fagleg sýn:
Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur og Lóa Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu fjalla um upplifun og líðan barna þegar foreldri greinist með krabbamein, hvernig hægt er að styðja við börnin og fjölskyldur þeirra og þá þjónustu sem Krabbameinsfélagið veitir.
- Hér er hægt að horfa á erindið í streymi.
- Skráning á viðburðinn hér ef þú ert í Reykjavík. Krabbameinsfélagið er til húsa í Skógarhlíð 8.