Yoga nidra og öndun - námskeið
Nú er að fara af stað Yoga nidra og öndun, námskeið hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Arnbjörg yoga kennari sér um námskeiðið sem eru 4 skipti og kostar allt námskeiðið 2.000 kr. Námskeiðið fer fram dagana: 6. apríl - kl.12-13, 13. apríl - kl.12-13, 20. apríl - kl.12-13 og 23. apríl - kl. 11:15-12:15. Hámarksfjöldi er 11 manns, skráning á netfangið evaoskarsdottir@krabb.is eða í síma 461-1470 fyrir 5. apríl.
Lýsing á námskeiðinu frá Arnbjörgu:
“Yoga nidra er oft kallað jógískur djúpsvefn. Þátttakendur eru leiddir í djúpa slökun um allan líkamann til endurnæringar, hvíldar og jafnvægis. Við ferðumst inn fyrir lög hugans að kyrrðarpunkti þar sem einfaldleikann er að finna. Við liggjum á dýnu með teppi í yoga nidra. Klassísk yoga nidra staða er savasana, liggjandi staða með handleggi og fætur beina. Öndun er náttúruleg og áreynslulaus allan tímann. Leitast er við að gefa eftir inn í eðlilega virkni öndunarfæranna og losa spennu og streitu sem kann að vera til staðar eftir langvarandi óreglulegt og grunnt öndunarmynstur. Að leysa upp slíkt öndunarmynstur hefur keðjuverkandi slakandi áhrif á önnur líkamskerfi sem eru öll tengd”.