Uppgjör Dömulegra Dekurdaga
Í gærkvöldi afhentu fulltrúar Dömulegra dekurdaga, Vilborg Jóhannsdóttir og Inga Vestmann, Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis 2,5 milljón króna styrk á lokakvöldi sem haldið var á Icelandair hótel.
Birkir Blær söng nokkur hugljúf lög fyrir gesti og Helga Hafsteinsdóttir sem greindist með brjóstakrabbamein árið 2016 sagði okkur sögu sína á sinn einlæga hátt. Bæjarstjórinn okkar Ásthildur Sturludóttir flutti einnig ávarp. Síðan veitti Icelandair Hótel félaginu ágóðann af miðasölu kvöldsins, dásamleg bleik kvöldstund.
Við Hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis viljum þakka öllum þeim sem hafa lagt verkefninu lið á einn eða annan hátt, stuðningur ykkar allra er ómetanlegur.