Uppgjör á Bleikum október – 3. nóvember
Uppgjör á Bleikum október – 3. nóvember
Föstudaginn 3. nóvember ætlar Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis að loka bleikum október með því að bjóða upp á viðburð í Hofi.
Hvenær: 3. nóvember kl. 16:00-18:00.
Hvar: Menningarhúsinu Hofi, Akureyri.
Viðburðinn er opinn öllum.
Dagskrá
Kl. 16:00-16:15 Kynning á félaginu.
Kl. 16:15-16:45 Sjálfsmildi - Sjálfsrækt. Hrafnhildur og Guðrún hafa mikla þekkingu þegar það kemur að heilsu og vellíðan og fara yfir mikilvægi þess að sýna sjálfum sér sjálfsmildi og hlúa að sér.
Kl. 16:45-17:00 Afhending á ágóða söfnunnar Dekurdaga - Inga Vestmann og Vilborg Jóhannsdóttir.
Kl. 17:00-18:00 Góð samskipti - Sirrý Arnardóttir. Sirrý hefur áralanga reynslu af því að koma fram í fjölmiðlum og fer yfir gagnleg ráð um góð samskipti, að geta tjáð sig af öryggi og líka þegar orð eru óþörf eða okkur er orða vant. Hægt verður að kaupa nýjustu bókina frá Sirrý, Betri tjáning – örugg framkoma við öll tækifæri. Hagnýtur, léttur og hvetjandi fyrirlestur sem gagnast öllum.
Hér er linkur á viðburðinn á facebook.
Kaffi og léttar veitingar í boði.
Starfsmenn og sjálfboðaliðar frá félaginu verða á staðnum og bjóða upp á upplýsingar og spjall að viðburði loknum.
Við hvetjum alla til að mæta.
Viðburðurinn er kostaður af Velunnurum Krabbameinsfélagsins.