Tímar og erindi frá Áslaugu hjúkrunar- og kynfræðing

Tímar og erindi frá Áslaugu hjúkrunar- og kynfræðing

Þann 7. nóvember kemur Áslaug hjúkrunar- og kynfræðingur í heimsókn til okkar og í boði verða tímar í ráðgjöf hjá henni fyrir einstaklinga eða pör.

Til að bóka þarf að hafa samband við félagið.

Seinna um daginn verður svo erindi frá Áslaugu á Amtsbókasafninu.

 

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis bíður upp á erindi frá Áslaugu hjúkrunar-og kynfræðing klukkan 16:30 á Amtsbókasafninu.

Hvenær: 7. nóvember kl. 16:30-17:30.

Hvar: Amtsbókasafnið á Akureyri.

Áslaug fjallar um áskoranir sem pör takast á við í langtímasamböndum og þær lausnir sem hjálpað hafa þeim sem hafa greinst með krabbamein. Áslaug mun einnig segja frá tilurð ný útkominnar bókar hennar Lífið er kynlíf - Handbók kynfræðings um langtímasambönd og kynna aðferðir sem gera kynlífið ekki bara bærilegt, heldur frábært. Þetta er erindi fyrir öll sem vilja vera í skemmtilegu og nánu ástarsambandi. 

Um Áslaugu:  Áslaug Kristjánsdóttir er hjúkrunar- og kynfræðingur. Hún starfaði til margra ára á Landspítalanum en síðustu ár á einkastofu. Áslaug hefur í rúman áratug unnið við sambands- og kynlífsráðgjöf með einstaklingum og pörum í fjölbreyttum samböndum. Hún hefur verið með fræðslu og ráðgjöf fyrir krabbameinsgreinda fyrir Krabbameinsfélagið og Ljósið í fjölda ára.

 Hér er slóð á viðburðinn á facebook.

 

 

Kaffi og léttar veitingar í boði

Viðburðinn er styrktur af Velunnurum Krabbameinsfélagsins og Heilbrigðisráðuneytinu.