Takk fyrir frábært Kótilettukvöld!
Takk fyrir frábært Kótilettukvöld!
Fimmtudaginn 7. mars hélt Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis sitt árlega Kótilettukvöld í tilefni af Mottumars.
Uppselt var á kvöldið fljótlega eftir að miðasala hófst og margir voru á biðlista eftir miðum.
Viðburðurinn var haldinn á Vitanum mathús og heppnaðist mjög vel, takk kærlega fyrir komuna öll sem eitt!
Boðið var upp á kótilettuveislu með kótilettum frá Kjarnafæði Norðlenska og meðlæti frá Innes.
Sesselía Ólafsdóttir veislustýrði og sá til þess að allir fóru hlæjandi heim.
Hrund Hlöðvers söng og spilaði á Harmonikku nokkur ljúf lög og strákarnir í Ástarpungunum lokuðu svo kvöldinu með glæsibrag.
Happdrættið var á sýnum stað með glæsilegum vinningum. Aðgangsmiðinn var happdrættismiði en einnig var hægt að kaupa sér auka miða á 1.000 krónur. Happdættis miðarnir seldust upp enda til mikils að vinna!
Á viðburðinum voru seldir mottumarssokkar og Myntmottur frá Herði í Mynthringar.
Styrktaraðilar kvöldsins:
Vitinn Mathús
Kjarnafæði Norðlenska hf
Innnes
Hrund Hlöðversdóttir
Ástarpungarnir
Styrkir fyrir happdrættið:
Grand þvottur
Reykjavik Residence Hotel
Bílaleiga Akureyrar
Bónstöð Jonna
World Class
Eirberg
Straumrás
ITS macros
Líkamsræktin Bjarg
Hnýfill
Bústólpi
Jón Bókari
Myndlistakonan Jóna Bergdal
Studio Vast
Amber hárgreiðslustofa
Heildsalan Terma
Strikið
Skúli Viðar Lórensson
Hlíðarfjall
Pizzasmiðjan
Margrét leirlistakona
600 Rakarastofa
Starfsfólk og stjórn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis þakkar öllum kærlega fyrir komuna og stuðninginn!
Sérstakar þakkir fær Helgi á Vitanum og hans starfsfólk.
+