Styrkur frá Knattspyrnudómarafélagi Norðurlands
Knattspyrnudómarafélag Norðurlands, KDN, komu á dögunum og færðu félaginu veglegann styrk, 200 þúsund krónur.
Knattspyrnudómarafélag Norðurlands (KDN) stendur fyrir árlegu knattspyrnu móti þar sem keppt er bæði í karla og kvennaflokki. Mótið endar á úrslitaleik í karlaflokki og er ágóðinn af aðgangseyrir gefinn til góðs málefnis. Í tilefni Mottumars, varð Krabbameinsfélagið á Akureyri fyrir valinu þetta árið.
Leikurinn fór fram laugardaginn 25. mars þegar KA og Þór mættust í Boganum. Leiknum lauk með sigri KA, 3-0.
„Leikurinn var mikil skemmtun og var virkilega góð mæting á leikinn. Eins og fram hefur komið rennur allur aðgangseyrir til Krabbameinsfélag Akureyrar. Leikmenn hjá báðum liðum ákváðu allir sem einn að borga sig inn á leikinn og að sjálfsögðu gerðu dómarar leiksins slíkt hið sama. Strákarnir eiga mikið hrós skilið fyrir það og þökkum við þeim sem og öðrum bæjarbúum stuðninginn,“ segir á Facebook síðu KDN.
Stjórn og starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis þakkar KDN kærlega fyrir stuðninginn.