Styrkir sem við fengum í lok árs 2021

Í lok árs 2021 fengum við marga frábæra styrki frá ýmsum fyrirtækjum, félögum og einstaklingum.  Þessir styrkir koma sér einstaklega vel í rekstri félagsins, sem er alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé, þ.e. stuðning frá félagsmönnum, einstaklingum og fyrirtækjum á svæðinu, ásamt rekstrarstyrk og verkefnastyrkjum frá Velunnurum Krabbameinsfélags Íslands.

 

Hér eru þeir styrkir:

Dekurdagar

Söfnun Vilborgar og Ingu, sem sjá um Dekurdaga, fór fram í október eins og síðustu ár, Það voru seldir klútar, bleikar slaufur og fánar.  Þær fengu með sér fjölmargar verslanir og fyrirtæki og söfnuðu í heildina 4.300.000 krónum og toppuðu þannig upphæð síðasta árs.  Framtak Dekurdaga skiptir starfsemi okkar ótrúlega miklu máli og erum við þeim ævinlega þakklát fyrir alla vinnuna sem felst í svona söfnun.

Brauðgerðarhús Akureyrar

Brauðgerðarhús Akureyrar seldi bleika snúða í október þar sem 50% af sölunni rann til félagsins.  Þessi söfnun fékk ótrúlega flottar undirtektir og þau söfnuðu 648.869 krónum.  Takk kærlega fyrir frábæra snúða og styrk!

Bakaríið við brúna

Bakaríið við brúna var með bleika köku í sölu einn föstudag í október og Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fékk allan ágóðann, á þessum degi söfnuðust heilar 202.980 krónur.  Einnig styrktu þau okkur um bleikt bakkelsi í bleiku boði sem við héldum.  Takk kærlega fyrir okkur!

Oddfellow st. Nr. 25 Rán

Í tilefni af 10 ára afmæli st. nr. 25 Rán, ákvað stúkan að veita Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk að upphæð 2.000.000 kr.  Þessi styrkur kemur sér einstaklega vel í rekstri félagsins og við þökkum kærlega fyrir okkur.

Líkamsrækt á Akureyri

Líkamsrækt á Akureyri hélt styrktarkvöld í október til styrktar félaginu. Þau söfnuðu fyrir okkur 79.300 krónum og afhentu okkur. Við fengum því miður ekki nafn á líkamsræktinni, en við þökkum þeim kærlega fyrir velvildina.

Myntslaufurnar – Hörður Óskarsson

Hörður Óskarsson smíðaði myntslaufur úr gamalli íslenskri mynt og seldi í október.  Hann afhenti okkur svo styrk að upphæð 210.000 kr í minningu Sigga bróður síns.  Við þökkum honum kærlega fyrir.

Blikkrás

Blikkrás seldi bleik skóhorn í október og söfnuðust með því 100.000 krónur, sem þau afhentu svo Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.  Kærar þakkir fyrir okkur.

Hvítasunnukirkjan

Hvítasunnukirkjan hélt sitt árlega Kótilettukvöld í nóvember, í þetta skiptið var það til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.  Það er selt inn á viðburðinn og hægt var að kaupa happdrættismiða.  Fjölmargir veglegir vinningar voru í boði og þau söfnuðu heilum 525.500 krónum þetta kvöld, takk kærlega fyrir okkur!

Starfsmannafélag Leirunestis og Veganestis

Starfsfólk Leirunestis og Veganestið ákvað, í stað þess að kaupa öll pakka fyrir pakkaleik á litlu jólunum hjá sér, að leggja frekar upphæðina í púkk og gefa félaginu.  Þau söfnuðu 100.000 krónum og afhentu okkur stuttu fyrir jól.  Við þökkum fyrir fallega jólagjöf!

Kafiibrennslan

Kaffibrennslan styrkir okkur svo um allt kaffi sem við bjóðum uppá í okkar starfi og okkur langar að koma á framfæri kærum þökkum fyrir það. 
Það skiptir okkur miklu máli að geta boðið upp á gott kaffi í okkar starfi.

 

Við erum öllum þessum fyrirtækjum og einstaklingum ævinlega þakklát fyrir að hugsa svona fallega til okkar og styrkja félagið.  Styrkir skipta öllu máli í okkar rekstri og það er ykkur að þakka að við getum haldið okkar mikilvægu starfsemi gangandi.

Takk fyrir okkur!