Stuðningsfulltrúanámskeið á Akureyri
Stuðningsfulltrúanámskeið Krafts og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands á Akureyri
Stuðningsfulltrúanámskeið fyrir verðandi stuðningsfulltrúa í stuðningsnetinu verður haldið laugardaginn 2. apríl, frá klukkan 10:00 til 18:00.
Námskeiðið verður haldið í húsnæði Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, Glerárgötu 34, 2. hæð.
Á námskeiðinu er m.a. veitt þjálfun í samtalstækni, að deila reynslu sinni á viðeigandi hátt og að setja mörk. Ásamt því að farið verður yfir ýmis málefni sem oft fylgja krabbameinsveikindum eins og erfiðar tilfinningar, hvar má nálgast upplýsingar, aðstoð fagaðila, samskipti í fjölskyldum, að tala við börn um krabbamein og fleira.
Boðið verður upp á hádegisverð og komið verður til móts við þá sem ekki búa á Akureyri og þurfa að ferðast lengri vegalengdir til þess að komast á námskeiðið.
Námskeiðið er bæði ætlað krabbameinsgreindum og aðstandendum en mælst er til þess að liðin séu a.m.k. tvö ár frá því að meðferð lauk en hvert tilfelli er metið fyrir sig.
Umsjónarmaður námskeiðsins er Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur og umsjónarmaður stuðningsnetsins.
Ekkert þátttökugjald.
Skráning á netfanginu thorri@krabb.is.
Nánari upplýsingar í síma: 866-9618