Slökunarnámskeið fyrir karla og Yoga Nidra hjá Sjálfsrækt

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður félagsmönnum sínum og aðstandendum upp á tvennskonar námskeið hjá Sjálfsrækt. Annars vegar Slökunarnámskeið fyrir karla sem eru greindir með krabbamein og Yoga Nidra tíma.

 

Slökunarnámskeið hjá Sjálfsrækt fyrir karlmenn greinda með krabbamein

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður karlmönnum sem greindir eru með með krabbamein á slökunarnámskeið hjá Sjálfsrækt í tilefni að Mottumars.

Milt jóganámskeið fyrir karlmenn sem langar að byrja að stunda jóga en telja sig ef til vill vera of stirða.

Unnið verður í grunnjógastöðum, djúpum teygjum, öndun og slökun með því markmiði að auka liðleika og hreyfifærni ásamt því að slaka á taugakerfinu. Frábært fyrir þá sem eru að stíga fyrstu skrefin í jóga.

Tímarnir eru á fimmtudögum kl. 18:45 í 7 skipti, hefst 23. febrúar.

Tímarnir eru í húsnæði Sjálfsrækt, Brekkugötu 3.

Skráning á kaon@krabb.is eða í síma 461-1470. Gefa þar upp nafn, kennitölu og símanúmer. Takmörkuð pláss í boði.

 

Yoga Nidra tímar hjá Sjálfsrækt

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður félagsmönnum sínum í Yoga Nidra tíma hjá Sjálfsrækt. Félagsmönnum er velkomið að taka aðstandenda með sér.

Yoga nidra er djúpslökun þar sem kennari leiðir iðkendur í hugleiðsluferðalag. Legið er á dýnum á gólfi, notast er við púða til stuðnings við líkamann og í boði er að nota teppi og augnhvílur. Hver tími er 60 mínútur.

Tímarnir eru á miðvikudögum kl. 17:30 í 5 skipti, hefst 1. mars.

Tímarnir eru í húsnæði Sjálfsrækt, Brekkugötu 3.

Skráning á kaon@krabb.is eða í síma 461-1470. Gefa þar upp nafn, kennitölu og símanúmer. Takmörkuð pláss í boði.

 

 

Sjálfsrækt var stofnuð árið 2019 af þeim Guðrúnu Arngrímsdóttur og Hrafnhildi Reykjalín Vigfúsdóttir og býður upp á alhliða þjónustu í sjálfsrækt.

Lykilorð Sjálfsræktar eru hugur, líkami og heilbrigði sem vísa í þá heildrænu nálgun heilbrigðis og vellíðunar sem þjónusta Sjálfsræktar byggir á.

Í Sjálfsrækt lærirðu að hlúa að þér andlega og líkamlega og að vera til staðar fyrir þig. Þú lærir að hlusta á líkamann, heyra hvaða skilaboð hann sendir þér og mæta þér þar sem þú ert á þann hátt sem þjónar þér hverju sinni. Gefðu þér tíma fyrir Sjálfsrækt.

 

Námskeiðin eru kostuð af Heilsueflingarsjóð sem er samstarfsverkefni Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og minningarsjóðs Baldvins Rúnarssonar, sem fjármagnar sjóðinn.