Skapandi handverk og spjall - haust 2019
Skapandi handverk og spjall - haustið 2019 er hafið
Opið hús fyrir konur sem greinst hafa með krabbamein. Hægt að koma með handverk og fá leiðsögn ef þarf eða einfaldlega koma í góðan félagsskap og kaffisopa.
Alla fimmtudaga frá kl.13-16.
Leiðbeinandi er Halldóra Björg
Halldóra Björg Sævarsdóttir (Dóra) greindist með krabbamein árið 2011 og ákvað í framhaldi af því að gerast sjálfboðaliði hjá KAON og byrjaði með hópastarf fyrir konur sem greinst hafa með krabbamein þar sem áherslan var lögð á skapandi handverk í góðum félagskap. Þetta hópastarf hefur gengið gríðarlega vel og er enn fastur liður hjá félaginu alla fimmtudaga kl.13-16 hvort sem konur koma með handverk eða ekki, margar mæta einfaldlega til að njóta félagsskaparins og kaffisopans.
Dóra starfar í dag sem framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
Verið velkomnar!