Reykjavíkur maraþon Íslandsbanka - kveðja frá hlaupara

Hér má sjá yndislega kveðju frá Marín Lind Ágústsdóttur, sem hljóp fyrir KAON í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í fyrra. Marín verður fjarverandi núna í ár en vill koma þessum skilaboðum áleiðis ❤

"Þann 24.ágúst verður haldið hið árlega Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Þegar ég hugsa um þennan viðburð koma bara skemmtilegar og eftirminnilegar minningar upp í kollinn, þar sem í fyrra tók ég sjálf þátt ásamt Alexandra Ósk Guðjónsdóttir og hlupum við 10km fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar Og Nágrennis, hlaupið í fyrra fór algörlega fram úr öllum mínum væntingum þvílík skemmtun og ekki var nú að skemma að ég náði að safna 117.000 fyrir félag sem skiptir mig svo miklu máli. Sjálf hef ég leitað mér aðstoð hjá félaginu og einnig gerði ég starfskynningu um Krabbameinsfélagið og hef ég því kynnt mér það vel. Yndislegar konurnar sem vinna þarna og mikill metnaður lagður í starfið. En þar sem ég verð stödd úti í Búlgaríu þessa helgi og missi því af hlaupinu í ár, vil ég endilega hvetja alla til þess að skrá sig í hlaupið og hlaupa fyrir það sem skiptir ykkur máli en fyrir ykkur sem hafið ekki tök á því að mæta eða verðið fjarverandi vil ég hvetja ykkur til að heita á hana æðislegu Katrín Ösp Jónsdóttir mína, en hún skráði sig í hlaupið og ætlar að hlaupa í minningu mömmu, ég hlakka til að fylgjast með henni og vonast til þess að þessi póstur skili einhverju fyrir félagið"

Hér fyrir neðan ætla ég að skilja eftir smá myndband sem ég bjó til og setti inní starfskynninguna mína og einnig set ég link þar sem hægt er að heita á Katrínu og henda á hana nokkrum hvatningar orðum

“Ég hleyp af því ég get það”

https://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/keppandi…

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis sendir Marín kærar þakkir fyrir stuðninginn.