Ómetanlegir styrkir
Undanfarnar vikur hefur Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fengið nokkra glæsilega styrki frá fyrirtækjum, félögum og einstaklingum. Þessir styrkir koma sér einstaklega vel þar sem félagið er alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé. þ.e. stuðning frá félagsmönnum, einstaklingum og fyrirtækjum á svæðinu, ásamt rekstrarstyrk og verkefnastyrkjum frá Velunnurum Krabbameinsfélags Íslands.
Hér má sjá styrkina
DSA-Listdansskóli – 500.000 kr.
Katrín Mist Haraldsdóttir færði félaginu styrk fyrir hönd DSA – Listdansskóla. Árið 2022 voru 30 ár liðin síðan Helga Alice Jóhanns. stofnandi Dansstúdíó Alice lést úr krabbameini og því var Jólasýning DSA góðgerðarsýning þar sem allur ágóði rann til félagsins. Jólasýningin var haldin 19. nóvember síðastliðinn og voru dansarar á aldrinum 2-50 ára sem stigu á svið. Vegna góðra viðtaka var haldin aukasýning sama daga. Hvítasunnukirkjan lánaði DSA húsnæðið sitt að kostnaðarlausu heila önn undir starfsemina sína meðan nýja húsnæði DSA að Hrísalundi 5 stóð undir framkvæmdum sem gerði það að verkum að hægt var að halda góðgerðarsýningu.
Katrín Mist Haraldsdóttir dóttir Helgu Alice, Helga Alice Jóhannsdóttir alnafna og ömmu
barn Helgu Alice og Alís Agða Viðarsdóttir frænka þeirra mæðgna.
Lionsklúbburinn Hængur – 500.000 kr.
Lionsklúbburinn Hængur er traustur bakhjarl Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og hefur stutt félagið seinustu ár.
Lionsklúbbur Akureyrar – 250.000 kr.
Lionsklúbbur Akureyrar er traustur bakhjarl Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og hefur stutt félagið seinustu ár.
Styrkþegar.
Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar – 1.000.000 kr.
Minningarsjóðurinn er stofnaður til minningar um Baldvin Rúnarsson sem lést eftir fimm ára baráttu við krabbamein í höfði, þann 31. maí 2019, aðeins 25 ára að aldri. „Tilgangur sjóðsins er að halda minningu um einstakan dreng á lofti með því styrkja einstaklinga, hópa eða félög á sviði íþrótta- og mannúðarmála,“
Þetta er í annað skiptið sem Minningarsjóður Baldvins veitir félaginu styrk. Styrkurinn hefur verið nýttur í að bjóða félagsmönnum upp á heilsueflingu, líkamsræktarkort og yoga námskeið.
Ragnheiður Jakobsdóttir móðir Baldvins heitins og stjórnarmaður í sjóðnum, Helga Guðrún
Númadóttir, stjórnarmaður, Hermann Helgi Rúnarsson bróðir Baldvins og formaður sjóðsins
og Marta Kristín Rósudóttir verkefnastjóri hjá KAON.
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka – 460.245 kr.
Í ár hlupu 9 hörkuduglegir einstaklingar fyrir félagið og náðu að safna þessari glæsilegu upphæð sem rennur beint í félagsins.
Við erum þessum styrkveitendum ævinlega þakklát fyrir að hugsa til okkar og styrkja. Með ykkar stuðning getum við haldið okkar mikilvægu starfsemi gangandi.
Takk kærlega fyrir!