Ný stjórn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis 2023

Ný stjórn var kosin á aðalfundi félagsins sem haldinn var nýlega.

Selma Dögg Sigurjónsdóttir formaður og Arna Jakobsdóttir varaformaður gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Félagið þakkar þeim kærlega fyrir þeirra störf.

Ný stjórn er þannig skipuð:

Pétur Þór Jónasson, formaður

Inga Bára Ragnarsdóttir, varaformaður

Hólmar Erlu Svansson, gjaldkeri

Þórunn Sif Héðinsdóttir, ritari

Guðmundur Karl Jónsson, meðstjórnandi

Maron Björnsson, meðstjórnandi

Hafdís Sif Hafþórsdóttir, meðstjórnandi

 

Varamenn í stjórn eru:

Sólveig Hulda Valgeirsdóttir, 1. varamaður

Jón Helgi Óskarsson, 2. varamaður

 

Öll þau sem sitja í stjórninni hafa á einn eða annan hátt upplifað þá óvissu og það óöryggi sem fylgir í kjölfar greiningar á krabbameini. Á síðastliðnu starfsári vann fyrri stjórn markvisst að því að styrkja starfsemi félagsins og efla þjónustu þess. Ný stjórn mun í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands halda áfram á þeirri braut að veita sem besta þjónustu og ráðgjöf við þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra, ásamt því að standa fyrir margháttaðri fræðslu. Horft er til þess að spár gera ráð fyrir mikilli fjölgun krabbameinstilfella á komandi árum. Lögð verður áhersla á að kynna starfsemi félagsins og þá fjölbreyttu þjónustu sem veitt er á vettvangi þess ásamt því að eiga samstarf við aðra mikilvæga þjónustuaðila á svæðinu s.s. Sjúkrahúsið á Akureyri. Sú mikla velvild sem félagið nýtur í samfélaginu er stjórninni hvatning í störfum sínum.

 

Með kveðju stjórn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.