Námskeið fyrir einstaklinga sem eru með krabbamein eða hafa nýlokið krabbameinsmeðferð

Námskeið fyrir einstaklinga sem eru með krabbamein eða hafa nýlokið krabbameinsmeðferð

Námskeiðið hefst 31. janúar og er vikulega í þrjú skipti á miðvikudögum kl.10:00-12:15.

Námskeiðið er vettvangur til að hitta jafningja og fá fræðslu. Málefni sem verður farið yfir er t.d. líf í kjölfar krabbameins, mikilvægi hreyfingar, næringar og andlegrar vellíðunnar.

Umsjón með námskeiðinu hefur Jenný Valdimarsdóttir hjúkrunarfræðingur ásamt fleiri leiðbeinendum.

Hægt er að skrá sig með því að hringja í síma 461-1470 eða senda tölvupóst á kaon@krabb.is. Gefa þarf upp fullt nafn og símanúmer.

Það er ekkert þátttökugjald, námskeiðið styrkt af Velunnurum Krabbameinsfélagsins.