Mottuboð - 9.mars 2018
Föstudaginn 9.mars var haldið Mottuboð hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.
Boðið var haldið í tilefni Mottumars, árlegs átaks krabbameinsfélagana á Íslandi gegn krabbameinum í körlum.
Byrjað var á að kynna starfið hjá félaginu og því næst voru heiðraðir þrír félagar, þeir Brynjólfur Ingvarsson, Jón Óskarsson og Friðrik Vagn Guðjónsson fyrir vel unnin og óeigingjörn störf við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis í gegnum tíðina.
Boðið var upp á léttar veitingar frá Bakaríinu við Brúna og kaffi frá Nýju Kaffibrennslunni, þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn.
Tónlistarmaðurinn Óli Trausta kom síðan og tók nokkur vel valin lög við mikla hrifningu viðstaddra.
Þökkum þeim sem mættu kærlega fyrir komuna og stuðninginn.