Lýsa - Rokkhátíð samtalsins í Hofi
Lýsa - Rokkhátíð samtalsins í Hofi
LÝSA - rokkhátíð samtalsins er lífleg tveggja daga hátíð. Þar kemur fólk saman úr ólíkum áttum til að ræða málefnin dagana 7.-8. september.
Upplýsingar, samtal og gagnkvæm virðing eru undirstöðurnar í lýðræðisríki og er eitt af markmiðum hátíðarinnar að hvetja til uppbyggjandi samtals, þar fá félagasamtök tækifæri til að koma málefnum sínum á framfæri, upplýsa almenning og ráðamenn um sín baráttumál og leita eftir stuðningi. Með því að hlusta og ræða saman í eigin persónu aukum við traust og skilning milli ólíkra aðila samfélagsins. Framkvæmdaaðili er Almannaheill - samtök þriðja geirans og Menningarfélag Akureyrar með stuðningi frá Velferðarráðuneytinu.
Við hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis viljum þakka öllum þeim sem litu við í básnum okkar eða komu og hlustuðu á fyrirlesturinn: Má maður aldrei neitt?, á Rokkhátíð samtalsins í Hofi um síðastliðna helgi.
Þar gat almenningur komið og fræðst um félagið og spurt okkur spurninga.
Einnig gáfum við gestum og gangandi Mottumars sokka.
Glæsileg hátíð, sem hvetur sko sannarlega til uppbyggjandi samtals.
Takk kærlega fyrir komuna allir.