Lionsklúbbur Akureyrar styrkir starfið

Frá afhendingu styrksins.
Frá afhendingu styrksins.

Lionsklúbbur Akureyrar styrkir starfið

Í síðastliðinni viku fór fram styrkafhendingarathöfn hjá Lionsklúbbi Akureyrar. Alls fengu 8 félög styrk og þar á meðal var Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.

Meginmarkmið Lionshreyfingarinnar er m.a. það að liðsinna félögum og stofnunum sem láta ýmiss konar velferðarmál til sín taka, svo sem félags- og heilbrigðismál, auk þess að koma einstaklingum til aðstoðar þegar veikindi eða áföll steðja að. Þau markmið hefur Lionsklúbbur Akureyrar stutt dyggilega á 65 ára starfsferli með fjárframlögum og annars konar aðstoð.

Klúbburinn veitti félaginu styrk að upphæð 125.000 kr.

Við þökkum Lionsklúbbi Akureyrar fyrir þeirra framlag til félagsins og stuðninginn í gegnum árin. 

Með kærri kveðju, starfsmenn og stjórn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.