Kynningarfundur á Húsavík, 24. apríl
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis vill vekja athygli á flottu starfi á Húsavík í umsjón Sólveig Höllu prest og góðra sjálfboðaliða:
Stuðningur og samvera fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur á Sumardaginn fyrsta, 24. apríl, kl. 11-12 í Bjarnahúsi. Planið er að kynna hugmynd að stuðningshóp þar sem lagt er áherslu á jafningastuðning og fræðslu. Í maí munu svo ráðgjafar frá Krabbameinsfélaginu koma og vera með fræðslu og spjall. Ef fólk kemst ekki á fyrsta fundinn en hefur áhuga á að taka þátt má hafa samband við Sólveigu Höllu. Allir hjartanlega velkomnir.