Kynningarfundur á Framför, 19. október
Framför, félag karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda, mun halda kynningarfund þann 19. október kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, Glerárgötu 34, 2. hæð.
Fundinum verður einnig streymt, svo allir þeir sem sjá sér ekki fært að mæta geta horft hvar sem þeir eru, í beinni eða eftirár.
Hér er slóðin:
https://livestream.com/krabb/framfor19102021
Fundurinn verður opinn fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og maka þeirra og aðstandendur.
Dagskrá fundarins er þessi:
1. Þráinn Þorvaldsson stjórnarformaður opnar fundinn
2. Kynning á stefnumótun félagsins um stuðningshópa, þjónustu, fræðslunet, vinaverkefni, netspjall og fleira
3. Kynning á væntanlegu samstarfi við Félag þvagfærasérfræðinga á Íslandi um upplýsingaferli við tilkynningu um greiningu á krabbameini í blöðruhálsi
4. Kynntar hugmyndir um stofnun á stuðningshópi maka karla með krabbamein í blöðruhálskirtli á Akureyri
5. Kynning á átaks- og styrktarverkefninu "Blái trefillinn", sem verður árlega í nóvember
6. Opin umræða um þörf á þjónustu, fræðslu og stuðning
7. Þráinn Þorvaldsson stjórnarformaður fer með samantekt og lokaorð
Vonandi sjáum við sem flesta!