Kynheilbrigði og HAM fyrir konur - Námskeið
Þann 22. febrúar fer af stað námskeiðið Kynheilbrigði og HAM hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis, fyrir konur.
Fjallað verður um kynlífsvanda í kjölfar krabbameins og stuðst við grunnaðferðir HAM, núvitundar og slökunar til þess að vinna á þeim vanda.
Námskeiðið hefst fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi kl.11:15 – 12:30.
Næstu tímar eru fimmtudagana, 1.mars, 8.mars og 15.mars.
Leiðbeinendur eru Regína Ólafsdóttir sálfræðingur og Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Hámark 10 manns, skráning og spurningar á netfangið reginaola@krabb.is eða í síma 461-1470 milli kl:13-16, fyrir 19. febrúar.
Hér er hægt að sjá viðtal við Katrínu Ösp hjúkrunarfræðing hjá KAON, um kynheilbrigði og krabbamein.