Krabbameinsfélagið óskar eftir að ráða öflugan heilbrigðisstarfsmann með starfstöð á Akureyri

Ertu heilbrigðismenntaður eldhugi?

Krabbameinsfélagið óskar eftir að ráða öflugan heilbrigðisstarfsmann (sálfræðing, hjúkrunarfræðing eða félagsráðgjafa) í hóp metnaðarfullra sérfræðinga sem sinna ráðgjöf og stuðningi við fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Starfsstöðin er á Akureyri.

Ráðgjafar Krabbameinsfélagsins starfa í þverfaglegu umhverfi hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðinga í Reykjavík og á Akureyri, þar sem áhersla er lögð á samvinnu og fagleg vinnubrögð.

Í starfinu gefst tækifæri til að vinna með fjölbreyttum hópi fólks sem stendur frammi fyrir einu erfiðasta verkefni lífs síns. Starfið er ótrúlega gefandi og áhugavert fyrir metnaðarfullan heilbrigðisstarfsmann.

Hópurinn sem leitar til Krabbameinsfélagsins er að takast á við hin ýmsu vandamál sem tengjast veikindum eða því að vera aðstandandi. Helstu verkefni eru stuðningsviðtöl, ráðgjöf og námskeiðshald.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ráðgjöf, fræðsla og stuðningur við fólk með krabbamein og aðstandendur
  • Einstaklingsviðtöl
  • Ráðgjöf og handleiðsla við starfsfólk skóla og annarra stofnana sem óska eftir stuðningi í tengslum við krabbamein
  • Námskeiðshald

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Starfsréttindi frá Landlækni
  • Reynsla af einstaklingsviðtölum
  • Þekking og reynsla af að vinna með einstaklingum með langvinna sjúkdóma
  • Skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
  • Jákvætt viðhorf, lausnamiðuð hugsun og færni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af teymisvinnu
  • Reynsla af störfum með fólki með krabbamein eða aðra langvinna sjúkdóma og aðstandendum þeirra er kostur.
  • Reynsla af notkun HAM og/eða núvitundar í meðferðarvinnu er kostur

 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við leitum að heilbrigðisstarfsmanni í hlutastarf en starfshlutfall er umsemjanlegt. 

Umsóknir, ásamt náms- og starfsferilsskrám og afritum af prófskírteinum og starfsleyfum, skal senda Þorra Snæbjörnssyni, teymisstjóra og sálfræðingi á netfangið thorri@krabb.is í síðasta lagi 17. desember

Þorri veitir einnig frekari upplýsingar ásamt Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra, netfang: halla@krabb.is

https://alfred.is/starf/ertu-heilbrigdismenntadur-eldhugi?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR2eAuv-koH6dAxiTY4xDjDs5x3IwWsIyP9SzbcCiEc0ikX7JbTG6PYI2C0_aem_H_qi0jZg-u5TrP-KZuNMMQ