Kótilettukvöld Kaon 2025 - Uppselt

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis heldur Kótilettukvöld þann 6. mars á Vitanum. Húsið opnar kl. 18 en viðburðinn byrjar kl. 18.30.
100 sæti í boði!
Miðaverð er að lágmarki 6.000 kr.

Skemmtileg dagskrá í boði þar sem Rúnar eff kemur fram, happdrætti og mottumarsvörur til sölu. 
Uppselt er á viðburðinn, fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við félagið.

Styrktaraðilar: Vitinn Mathús, Kjarnafæði Norðlenska hf, Grand þvottur.
 
Allur ágóði kvöldsins fer til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.