Kótilettukvöld 23. mars
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis heldur Kótilettukvöld þann 23. mars í tilefni Mottumars.
Nú fer að styttast í Kótilettukvöldið, þann 23. mars og það eru örfáir miðar eftir!
Villi Vandræðaskáld verður veislustjóri kvöldsins. Guðrún Arngríms, Maja Eir og Halli taka lagið og Raddir kalla syngur nokkur lög.
Happdrættið verður á sínum stað með glæsilegum vinningum.
Aðgangsmiðinn er happdrættismiði, en einnig verður hægt að kaupa sér auka miða til að auka vinningslíkurnar á 1.000 kr.
Happdrættisvinningarnir eru glæsilegir!
Niceair fluginneign, 50.000 kr.
Heilsu og sálfræðiþjónustan: Námskeið fyrir einn að verðmæti 70.000 kr.
Hlíðarfjall: Dagpassi fyrir tvo.
Listaverk frá Hrönn Einars myndlistakonu.
World Class, mánaðarkort.
Eirberg, nuddsæti.
Ketilkaffi, gjafabréf.
Förðunarnámskeið frá Mörtu Kristínu förðunarfræðing.
Sjúkranudd og neglur, gjafabréf.
Verkfærasalan, verkfærasett.
Viðburðurinn verður haldinn á Vitanum, Strandgötu 53 og byrjar kl. 18:30, en húsið opnar kl. 18:00.
100 sæti í boði!
Miðaverð er að lágmarki 5.500 kr.
Hægt er að panta miða með því að hringja í síma 461-1470 eða senda tölvupóst á kaon@krabb.is.
Á staðnum verður kynningabás frá félaginu.
Hörður hjá Mynthringir og allskonar verður með mynt Mottur til sölu.
Vonandi sjáum við ykkur sem flest!