Kastað til bata 2019

Kastað til bata 2019

Markmiðið er að veita konum tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með því að æfa fluguköst í fögru umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu - og veiða ef heppnin er með.

"Kastað til bata" er verkefni á vegum Brjóstaheill -Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins, KAON og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar. Verkefnið hófst árið 2010 og er hugmynd frá Bandaríkjunum „Casting for recovery“  og hugsað sem endurhæfing fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini. 

Markmiðið er að veita konum tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með því að æfa fluguköst í fögru umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu - og veiða ef heppnin er með. Vanir fluguveiðimenn kenna þátttakendum að kasta flugu og tekið er mið af líkamlegri getu 

Að þessu sinni verður farið í Laxá í Laxárdal á Norðausturlandi og geta 12-14 konur tekið þátt. Ferðin hefst á hádegi föstudaginn 7. júni og henni lýkur um kaffileytið sunnudaginn 9. júní. Þessi ævintýraferð er þátttakendum að kostnaðarlausu.

 

 

Umsagnir frá þátttakendum:

 „Þetta var sannkallað ævintýri frá upphafi til enda.“

 „Frábær ferð í alla staði, gott að hitta konur sem hafa gengið í gegnum sambærilega hluti og fá upplýsingar um þeirra ferli.“

 „Þvílíkt flott hópefli. Bý að þessu um ókomna tíð. Yndislegur hópur.“

 

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis í síma: 461 1470 eða með því að senda póst á netfangið kaon@krabb.is eða hjá Ráðgjafaþjónstu Krabbameinsfélagsins í síma: 800 4040 eða með því að senda póst á netfangið radgjof@krabb.is.

 

Stuðningur styrktaraðila skiptir höfuðmáli til að gera þetta skemmtilega endurhæfingarverkefni að veruleika

Umfjöllun um Kastað til bata verkefnið á Visir.is: "Fluguköst til að styrkja líkama og sál"