Karlahittingur - hópastarf

Karlahittingur  – hópur fyrir karla sem greinst hafa með krabbamein.

Hópurinn mun byrja á að hittast á þriðjudögum frá kl. 14:00 – 15:30. Þrjú skipti í mars mánuði, síðan verður staðan endurmetin eftir það.

Fyrsti hittingur er þriðjudaginn 16. mars í þjónustumiðstöð félagssins.

Í byrjun hvers tíma mun Katrín, ráðgjafi leiða hópinn af stað með smá fræðslu. Eftir það er spjall.

Vegna fjarlægðatakmarkana verður hámarksfjöldi í hópastarfi að miðast við 11 manns, þar af leiðandi er fyrirfram skráning.

Til að skrá sig þarf að hringja í síma 461-1470 eða senda póst á kaon@krabb.is. Gefa þarf upp fullt nafn og kennitölu.

Innanhúss er 1 meters regla og grímuskylda, biðjum við ykkur að virða það.

Við hvetjum nýgreynda til að skrá sig.

Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis