Heilbrigðisráðuneytið veitir KAON styrk
Það var vel við hæfi að afhending styrksins fór fram á Alþjóðlega Krabbameinsdeginum.
Heilbrigðisráðuneytið veitti í gær, 4. febrúar, styrki til gæðaverkefna. Tilgangur styrkveitinganna er að stuðla að umbótastarfi, nýbreytni og auknum gæðum heilbrigðisþjónustu, auk þess sem þeir eru ætlaðir sem hvatning og viðurkenning fyrir störf á þessu sviði.
Það er ánægjulegt að segja frá því að Krabbameinsfélag Akureyrar og Nágrennis hlaut styrk fyrir tvö verkefni. Annars vegar fyrir námskeiði fyrir börn og unglinga sem eru aðstandendur krabbameinsgreindra og hins vegar fyrir málþingi um konur og krabbamein sem fer fram 9. október næstkomandi.
Regína Óladóttir, sálfræðingur hjá félaginu, tók á móti styrknum fyrir hönd KAON.