Jóga Nidra - Sjálfsrækt
Jóga Nidra - Sjálfsrækt
Yoga nidra er djúpslökun þar sem kennari leiðir iðkendur í hugleiðsluferðalag. Legið er á dýnum á gólfi, notast er við púða til stuðnings við líkamann og í boði er að nota teppi og augnhvílur. Hver tími er 60 mínútur.
Tímarnir eru á miðvikudögum kl.16:20.
Síðasta námskeiðið fyrir jól, hefst 20. nóv til 18. des.
Tímarnir eru í húsnæði Sjálfsrækt, Brekkugötu 3.
Skráning á kaon@krabb.is eða í síma 461-1470. Gefa þar upp nafn, kennitölu, símanúmer og tölvupóst.
Þátttaka er ókeypis fyrir skráða félagsmenn.
Námskeiðin eru kostuð af Heilsueflingarsjóð sem er samstarfsverkefni Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og minningarsjóðs Baldvins Rúnarssonar, sem fjármagnar sjóðinn.