Jóga Nidra - Sjálfsrækt

Yoga nidra er djúpslökun þar sem kennari leiðir iðkendur í hugleiðsluferðalag. Legið er á dýnum á gólfi, notast er við púða til stuðnings við líkamann og í boði er að nota teppi og augnhvílur. Hver tími er 60 mínútur.

Tímarnir eru á miðvikudögum kl.16:20. Hefst 28. ágúst í 6 skipti.

Tímarnir eru í húsnæði Sjálfsrækt, Brekkugötu 3.

Skráning á kaon@krabb.is eða í síma 461-1470. Gefa þar upp nafn, kennitölu, símanúmer og tölvupóst.

Takmörkuð pláss í boði. Þátttaka er ókeypis fyrir skráða félagsmenn.

Námskeiðin eru kostuð af Heilsueflingarsjóð sem er samstarfsverkefni Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og minningarsjóðs Baldvins Rúnarssonar, sem fjármagnar sjóðinn.