Hvað er á döfinni?

 

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis veitir fólki sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra fjölbreytta þjónustu. Skrifstofa félagsins er opin mánudaga til fimmtudaga frá 10-14 og er hægt að kíkja á okkur á þeim tíma eða hringja í síma 461-1470. Það er hægt að fá viðtal við ráðgjafa milli 9-16 á sömu dögum og til að panta tíma hjá ráðgjafa er hægt að hringja í okkur eða senda okkur línu á kaon@krabb.is. Hér er einnig hægt að óska eftir símtali frá okkur. 

 

Eirberg er með aðstöðu hjá okkur og sér hjúkrunarfræðingur um að aðstoða konur sem hafa farið í fleygskurð eða brjóstnám með ráðleggingar um gervibrjóst, brjóstahaldara og ermar til þess að meðhöndla sogæðabjúg. Tímapöntun er í gegnum síma eða tölvupóst. 

 

Við erum á fullu að undirbúa haustið og veturinn hjá félaginu eins og fræðslu, námskeið og hópastarf. Við munum auglýsa það frekar síðar en hópastarf byrjar aftur í september. Endilega hafið samband ef þið eruð með hugmyndir handa okkur fyrir haustið, við tökum vel við öllum ábendingum. 

 

Á döfinni í ágúst:

 

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er 20. ágúst og hér er hægt að heita á frábært fólk sem ætlar að hlaupa og styrkja okkur. 

 

Göngum saman

Göngum saman hópurinn hittist á þriðjudögum klukkan 17 og er alltaf reynt að koma á móts við hvern og einn. Það er mismunandi hvaðan göngurnar byrja svo staðsetning er auglýst á Facebook síðu hópsins sem þú finnur hér. Á morgun þann 16. ágúst á að labba upp í Gamla og farið verður á stað frá bílastæðinu að Hömrum. 

 

Opið hús

Fyrsta opna hús haustsins verður á mánudaginn næsta þann 22. ágúst milli 17-18. Tilvalin leið fyrir alla sem eru áhugsamir um starfsemina okkar að kíkja á okkur. Allir velkomnir.