Húmor og aðrir styrkleikar - Edda Björgvins
Þriðjudaginn 23. október nk. verður haldinn annar fyrirlesturinn í mánaðarlegri fyrirlestraröð Krafts - Ungt fólk og krabbamein.
Húmor og aðrir styrkleikar
Fyrirlestrinum verður streymt í beinni á netinu og mun einnig vera sýnt frá Krabbameinsfélaginu á Akureyri.
Fyrirlesturinn hefst kl.17:15 og verður haldinn í húsakynnum Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, 1. hæð.
Edda Björgvinsdóttir, leikkona, fjallar um gildi húmors og hvernig hægt er að virkja eigin styrkleika í lífi og starfi. Fyrirlestur sem þú villt ekki láta fram hjá þér fara. Edda hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir nýstárlega og skemmtilega nálgun í fyrirlestrum sinum.
Fyrirlesturinn er öllum opinn, hlökkum til að sjá ykkur.