Hópastarf - Skapandi handverk og spjall
Okkur þykir gaman að tilkynna það að við getum hafið hópastarf á ný eftir miklar takmarkanir undanfarið.
Skapandi handverk og spjall – hópur fyrir konur sem greinst hafa með krabbamein.
Hópurinn hittist á fimmtudögum frá kl.13:30 - 15:30.
Fyrsti hittingur er fimmtudaginn 2. september 2021 og loka hittingur fimmtudaginn 16. desember 2021.
Jenný Valdimarsdóttir ráðgjafi hjá félaginu leiðir hópinn ásamt sjálfboðaliðum sem sjá um kaffi.
Konur eru hvattar til að hafa með sér handavinnu.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður, þar af leiðandi er fyrirfram skráning.
Til að skrá sig þarf að hringja í síma 461-1470 eða senda póst á kaon@krabb.is. Gefa þarf upp fullt nafn, kennitölu og símanúmer.
Innanhúss er 1 meters regla og grímuskylda, biðjum við ykkur að virða það.
Hlökkum til að sjá ykkur!
- Finnir þú fyrir kvefeinkennum eða slappleika, ert í sóttkví eða einhver í kringum þig, biðjum við þig um að vera heima og heyra í okkur símleiðis eða í gegnum tölvupóst.
- Við óskum eftir því að allir sótthreinsi hendur við komuna til okkar, sprittstandur er á veggnum á vinstri hönd þegar komið er inn.
- Við biðjum alla gesti að bera grímu við komuna til okkar.
- Við biðjum alla þá sem ekki eiga bókaðan tíma að gera boð á undan sér símleiðis.