Hlíðarskóli hleypur til styrktar félaginu
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fékk á dögunum ansi skemmtilegann styrk. En nemendur við Hlíðarskóla á Akureyri ákváðu að styrkja félagið með áheitahlaupi í íþróttatíma.
Í aðdraganda hlaupsins fóru nemendur á milli starfsmanna skólans og söfnuðu áheitum á hverja ferð sem þeir hlupu en hver ferð var einn kílómeter. Nemendur fóru samtals 73 kílómetra, frá einni ferð upp í 7 ferðir hjá þeim sem fór lengst. Veðrið lék við nemendur sem héldu sig vel við efnið og fóru upp og niður heimreiðina að skólanum í rúma klukkustund.
Nemendurnir tóku á móti starfsmanni félagsins við Hlíðarskóla, hver og einn nemandi fékk úthlutað einum staf úr nafni félagsins sem hann hafði myndskreytt og stillti hópurinn sér upp í röð sem myndaði nafn félagsins. Þannig varð hlaupið orðið að myndment, íþróttum, stærðfræði, íslensku og samfélagsfræði.
Alls söfnuðust tæplega 30.000 krónur sem nemendur afhentu starfsmanni félagssins.
Félagið þakkar þessum glæsilegu krökkum kærlega fyrir styrkinn og metnaðinn í þessu flotta verkefni.