Hádegisfyrirlestur 13. október
07.10.2021
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður upp á hádegisfyrirlestur miðvikudaginn 13.október kl. 12:00 í þjónustumiðstöð félagssins, Glerárgötu 34. 2.hæð.
Áföll og aðlögun að breyttum aðstæðum.
Fjallað verður um áföll, einkenni áfallastreitu og önnur áhrif á daglegt líf og í framhaldi af því hvernig hægt er að aðlaga sig að breyttum aðstæðum eftir áföll, s.s. alvarleg veikindi.
Karen Júlía Sigurðardóttir sálfræðingur og Hildur Inga Magnadóttir markþjálfi og ráðgjafi verða með fræðsluna.
Karen og Hildur eru stafsmenn Heilsu og sálfræðiþjónustunnar.
Boðið verður upp á súpu, brauð og spjall að erindi loknu.
Allir velkomnir.
Fyrirlesturinn er styrktur af Heilbrigðisráðuneytinu.