Hádegiserindi - Krabbameinstengd þreyta
Krabbameinstengd þreyta er algengasta langtíma aukaverkunin eftir krabbamein og krabbameinsmeðferð. Erindinu er ætlað að vekja athygli á þessu algenga einkenni.
Krabbameinstengdri þreytu má lýsa sem óvenju mikilli og íþyngjandi þreytu. Hún er ólík venjulegri þreytu, leggst mismunandi á fólk og það er erfitt að sofa hana úr sér. Sumir upplifa skerta orku á meðan aðrir eru meira og minna rúmliggjandi.
Hádegiserindið – Krabbameinstengd þreyta, verður miðvikudaginn 30. október kl. 12:00 í húsnæði Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, Glerárgötu 34, Akureyri, ásamt því að vera streymt á ZOOM.
Erindið heldur Jenný Valdimarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
Skráning og nánari upplýsingar er á kaon@krabb.is eða í síma 461 1470. Ekkert þátttökugjald.
Hér er hægt að horfa á streymið: https://vimeo.com/event/4688275