Gjöf til KAON frá Herði Óskarssyni

Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis barst í dag, þann 16. nóvember 2018, 100.000 króna peningagjöf frá Herði Óskarssyni.

Hörður er eigandi Mynthringar og allskonar og hefur undanfarið verið að búa til slaufur, hringa og fleira úr gamalli mynt og ákvað það að gefa KAON ágóðann af sölunni til minningar um bróður sinn Sigurð Viðar Óskarsson sem lést úr krabbameini á þessum degi fyrir átta árum síðan.

Krabbameinsfélagið vill þakka Herði kærlega fyrir þessa gjöf, hún mun svo sannarlega nýtast starfseminni okkar vel.

Við hvetjum ykkur endilega til að skoða verkin hans Harðar, hægt er að skoða facebook síðuna hans hér.

Halldóra framkvæmdarstjóri, Hörður og Erna.

 

Sigurður Viðar.